Spurt og svarað
Afhverju þjálfun í vatni?
Það eru fjölmargar ástæður fyrir því að heilsurækt í vatni sé góð. Fyrst og fremst er þetta mjúk hreyfing og góð fyrir líkamann. Mjög lítil högg og þungi á liðina. Eykur liðleika og úthald ásamt því að styrkja flesta vöðva líkamans. Í vatnsþjálfun ertu staddur í heilli líkamsræktarstöð, þú ræður ákefðinni, Þú finnur mjög fljótt hvað vatnið er að gera fyrir þig. Þjálfun í vatni getur einnig verið frábær hreyfing á móti hlaupum og styrktarþjálfun í líkamsræktar sal.
Er aðgangur í laugina innifalin í verðinu?
Aðgangur í laugina er að sjálfsögðu innifalin í verðinu á námskeiðin hjá Vatnsþjálfun.
Er Herþjálfun í vatni fyrir alla?
Einstaklingur sem hefur hug á að fara í Herþjálfun í vatni þarf að vera viss um að geta unnið á hárri ákefð. Einstaklingurinn þarf að vera syndur og vera vanur að taka á því.
Eruð þið með námskeið fyrir börn
Það er á stefnuskránni að vera með námskeið fyrir börn 5 - 6 sem eru að undirbúa sig fyrir fyrsta skólaárið. Einnig kemur til með að vera námskeið fyrir börn sem þurfa frekari kennslu í sundi yfir veturinn.
Er kennarinn menntaður?
Guðmundur er menntaður íþróttafræðingur og hefur klárað allar þjálfaragráður hjá Sundsambandi Íslands ásamt því að vera búinn með fjórar af fimm gráðum á Íþrótta og Ólympíusambandinu. Guðmundur er einnig með 3 stig af 5 hjá Bandaríska Sundþjálfarasambandinu. Guðmundur er einnig með leiðbeinenda réttindi hjá Rauða Krossinum fyrir skyndihjálp.
Er hægt að fá prufutíma?
Í flestum námskeiðum er möguleiki á því að fá að prófa tíma og skrá sig eftir hann líki einstaklingi við þjálfunina.
Hvað gerist ef ég dett út vegna veikinda?
Einstaklingar sem veikjast eða slasa sig á eða fyrir utan námskeiðin geta átt möguleika á nýskráningu á námskeið síðar eða endurgreiðslu. Fer allt eftir aðstæðum og veikindum
Hver er fjöldi viðskiptavina á þjálfara?
Þjálfari tekur ekki fleiri en 15 einstaklinga á skriðsundsnámskeið og Herþjálfun. Endurhæfing í vatni og að yfirvinna vatnshræðslu eru einkatímar og geta vinir/vinkonur komið saman en ekki fleiri en 4 í einu.