Hver erum við
Kennarar.
Vatnsþjálfun.is leggur áherslu á að kennarar séu vel menntaðir og hungraðir í að hjálpa fólki að ná valdi á því að æfa sig í vatni. Hjá okkur ættir þú að geta fundið þá heilsurækt sem hentar þér í vatni. Vatnsþjálfun býður upp á kennslu fyrir alla fjölskyldu meðlimi allt frá 3 mánaða börnum til afa og ömmu.
Guðmundur Hafþórsson
Eigandi og kennari
Afrekssundmaður til margra ára.
Menntaður íþróttafræðingur frá Kennaraháskóla Íslands 2008.Með sér áherslu á vatnsþjálfun.
Hefur klárað allar þjálfaragráður SSÍ og 4 af 5 hjá ÍSÍ.
Hann er einnig með Level 3 þjálfara gráðu hjá Bandaríska Sundþjálfarasambandsins.
Guðmundur hefur leiðbeinanda réttindi til að kenna skyndihjálp og björgun á vegum Rauða Kross Íslands.
Guðmundur hefur starfað sem sundþjálfari frá árinu 1998 og kennt fólki á öllum aldri. Hann var yfirþjálfari Sundfélags Vestra 2004 - 2005. Yfirþjálfari hjá Sunddeild KR 2008 - 2010 og tók í kjölfarið við sundfélagi í Kanada frá 2010 - 2011. Undanfarin ár hefur Guðmundur einbeitt sér að einkaþjálfun og sundkennslu fyrir einstaklinga.
Guðmundur er margfaldur íslandsmeistari í sundi með áherslu á skriðsund og baksund.
Guðmundur er fyrsti og eini íslendingurinn sem hefur afrekað það að synda 24 tíma sund samfleytt. þetta gerði hann til styrktar Kvennadeildar Landspítalans. sumarið 2014 afrekaði hann að synda samtals 61.1km á þessum sólahring.
Möguleikar á stöðum fyrir aðra kennara.